top of page

Þú getur haft áhrif

Um þessar mundir kjósa stúdentar við Háskóla Íslands til forystu Stúdentaráðs og um það hver fær að bera uppi rödd stærsta stúdentahópsins á landsvísu.Kosningarnar snúast hins vegar ekki aðeins um það hver fær sæti í ráðinu, því það er kosið um það í hvaða átt við viljum að háskólasamfélagið okkar þróist.


Það eru tímamót framundan. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna og Háskólann vantar milljarð til að ná endum saman fyrir næsta ár og enn frekari niðurskurður boðaður í fjármálaáætlun fyrir árið 2024. Hvoru tveggja mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar og þetta eru málin sem Röskva - samtök félagshyggjufólks hefur haft hátt um síðastliðin ár. Það er því mikilvægara nú sem aldrei fyrr að hagsmunabarátta stúdenta sé öflug og jafnrétti til náms sé haft að leiðarljósi í allri hagsmunagæslu stúdenta, sem er í grundvallaratriðum hugsjónavinna og er í eðli sínu félagshyggjumiðuð.


Það er af nógu að taka vegna þess að með Röskvu í meirihluta í Stúdentaráði höfum við náð fram varanlegum breytingum með því að hafa hátt um þau málefni sem á okkur brenna og krefjast þess að stjórnvöld standi við orð sín. Röskva hefur nú þegar tryggt fjölgun sálfræðinga við Háskólann úr einum í fjóra. Við höfum sett fram raunhæfar kröfur um úrbætur á Menntasjóðnum sem við erum að fylgja eftir. Við komum í veg fyrir hækkun skrásetningagjaldsins árið 2020 og aftur í ár. Við höfum þrýst á bættar almenningssamgöngur, m.a. með tilkomu U-passa, örflæðilausna og endurvakningu næturstrætó, sem við viljum tryggja að fari í öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins.

Röskva hefur hátt um hag stúdenta og nær til eyrna stjórnvalda en nú í mars gengum við að ráðherrabústaðnum þar sem forseti Stúdentaráðs afhenti forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samantekt á kröfum stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins. Það bar árangur en nú á þriðjudaginn fékkst það staðfest frá ráðherra háskólamála að frumvarp sem heimilar hækkun á skrásetningargjaldinu verði ekki lagt fram núna á vorþingi, líkt og var til umræðu til að vega upp á móti fjárskortinum. Þetta er árangur herferðar Stúdentaráðs, með Röskvu í meirihluta, sem fór fram fyrr í mánuðinum. Baráttunni er þó ekki lokið hér enda dregur Röskva réttmæti gjaldana í efa og telur þau vera falin skólagjöld sem skerða jafnrétti til náms.


Í Röskvu vitum við fyrir hvað við stöndum enda hefur jafnrétti alltaf verið rauði þráðurinn í baráttunni okkar. Við trúum því einlægt að öll eigi að hafa jafna möguleika, óháð stéttarstöðu eða öðrum félagslegum þáttum. Hagsmunastarfið snýst um að gera háskólasamfélagið betra fyrir öll og því ættu stúdentar að kjósa með langtímahugsjón í huga. Hagsmunabarátta stúdenta endar ekki við veggi skólans vegna þess að við hættum ekki að vera stúdentar þegar heim er komið.


Í hvaða átt viljum við stefna? Röskvuliðar hafa sýnt og sannað í verki að við erum traustsins verð, erum trú okkar hugsjónum og náum fram raunverulegum sigrum í þágu allra stúdenta. Röskva þorir að veita aðhald, hefur skýra og raunsæja framtíðarsýn og ætlar að fylgja henni eftir, mæta og láta verkin tala og það ber árangur.


Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2023

28 views0 comments

Recent Posts

See All

Van­nýtt tæki­færi

Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í

Hvað tökum við með okkur?

Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu. Við fögnum því að geta verið nær samnemendum okkar og í leiðinni

Lán úr ó­láni

Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja hlutverk sitt og virðist ganga gegn sjálfri hugsjóninni sem stend

Kommentare


bottom of page