top of page

„Ein-stærð-fyrir-öll“

Menntakerfið er ekki réttur staður fyrir stífa ,,ein-stærð-fyrir-öll” umgjörð, heldur þarf það að vera sveigjanlegt eftir ólíkum þörfum stúdenta og tryggja þarf aðgengi fyrir öll. Hagsmuna fjölbreyttrar nemendaflóru í menntakerfinu er ekki fyllilega gætt, sérstaklega erlenda nemendur, foreldra í námi, kynsegin nemendur og fatlað fólk. Háskóli Íslands verður að vera leiðandi hvað varðar inngildandi (e. inclusive) háskólasamfélag.


Um það bil 12% stúdenta í Háskóla Íslands eru af erlendu bergi brotnir, og íslenskt samfélag er að verða sífellt fjölbreyttara og alþjóðlegra. Margar námsleiðir í Háskólanum eru hins vegar enn óaðgengilegar fyrir stúdenta sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Inntökuprófið í læknisfræði er eitt margra dæma um illa aðgengilegt nám. Einn hluti prófsins spyr út í almenna þekkingu, en þar eru spurningar um íslenska menningu, sem nemendur sem eru fæddir og/eða uppalnir erlendis eiga erfitt með að svara og ekki er hægt að undirbúa eða læra sérstaklega fyrir þann hluta. Þetta eru spurningar um vinsælt íslenskt tónlistarfólk, barnavísur og sögupersónur úr Íslendingabókunum sem láta erlenda nemendur standa illa að vígi. Á þeim tæplega fjórum árum sem alþjóðafulltrúi hefur verið starfandi á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs er ljóst að þau ýmsu hagsmunamál sem hann hefur beitt sér fyrir snúi helst að þessum efnum. Þess vegna var barátta Röskvu fyrir því að koma á fót stöðu alþjóðafulltrúa á réttindaskrifstofuna gríðarlega mikilvæg.


Viðhorfi sem þessu þarf að breyta og Háskóli Íslands verður að þróast í takt við samtímann. Verkefnið Sprettur er mikilvægur liður í því, en það verður ekki síður að kortleggja betur samsetningu á stúdentahópnum með það að markmiði að fá betri tilfinningu fyrir því hvers konar þjónustu ólíkir hópar þurfa. Það er mikil einföldun að öll séu sett undir sama hatt. Röskva í Stúdentaráði hefur þrýst á að skólayfirvöld bæti upplýsingar og tölfræði um nemendur, einkum af erlendum uppruna, með hliðsjón af stefnu Háskóla Íslands (HÍ26).


Við í Röskvu viljum að Háskóli Íslands standi fyrir afgerandi aðgerðum og endurskoði núverandi kerfi sem hindrar aðgengi fólks að námi, bæði við inntöku þeirra og á meðan námi þeirra stendur. Jafnræði snýst ekki um að öll fái það sama heldur um að öll komi jöfn að borðinu.


Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2023

15 views0 comments

Recent Posts

See All

Van­nýtt tæki­færi

Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til...

Hvað tökum við með okkur?

Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu....

Lán úr ó­láni

Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja...

Comments


bottom of page