top of page

Hvaða afleiðingar hefur fjársveltið?

Tilvist félagsvísinda skiptir lykilmáli vegna þess að félagsvísindin snúa að öllu því sem viðkemur þróun samfélaga, hjálpar okkur að skilja umhverfið okkar betur, hegðun fólks, samskipti, áföll, aðstæður og önnur félagsleg fyrirbæri. Undirfjármögnun háskólans kemur sérstaklega illa niður á félagsvísindum. Stjórnvöld notast við svokallað reiknilíkan til þess að útdeila fjármagni til háskóla á Íslandi, þetta reiknilíkan er orðið úrelt enda er það tveggja áratuga gamalt, einsleitt og tekur ekki mið af raunkostnaði. Þetta líkan gerir ráð fyrir lægra fjárframlagi á hvern stúdent á Félagsvísindasviði heldur en á flestum öðrum sviðum sem setur allri starfsemi sviðsins miklar skorður. Á meðan reiknilíkanið hefur staðið óbreytt þá hafa aftur á móti ýmsar breytingar átt sér stað á háskólastiginu.


Endurskoðun á líkaninu hófst á síðasta kjörtímabili og segir núverandi háskólamálaráðherra að áhersla sé lögð á að klára það fljótlega. Ráðherra talar raunar um að fyrstu skrefin hafi verið tekin með verkefninu Samstarf háskóla og hyggst úthluta tæplega 2 milljörðum til samstarfsverkefna háskólanna, sem samræmast ákveðnum skilyrðum sem ráðherra hefur sett fram. Þar er lögð megináhersla á STEAM greinar, þ.e. vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði, auk heilbrigðisvísinda en minna hugað að félags- og hugvísindum. Því er hægt að spyrja sig hvort nýtt reiknilíkan muni endurspegla þessa áherslur ráðuneytisins og einblína á raunvísindi en líta hornauga á þjóðfélagsfræði þar sem hlutfall nemenda í STEAM greinum er lægra á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin.


Staðreyndin er sú að valáfangar félagsvísindagreina eru nú þegar að gjalda fyrir skort á fjármagni sem gerir það að verkum að námsframboðið minnkar og gæðin skerðast. Ef þróunin er í þá átt þá mun fólk e.t.v. leita annað í nám, jafnvel út fyrir landsteinana, auk þess að færri skiptinemar og alþjóðanemar sjá hag sinn í að koma til okkar. Það skýtur skökku við að stærsta menntastofnun landsins geti ekki sinnt grunnstarfsemi sinni og haldið úti gæða námi á stærsta fræðasviði skólans. Á dögunum fagnaði Háskóli Íslands að hálf öld væri liðin frá stofnun námsbrautar í almennum þjóðfélagsfræðum þar sem kenndar voru aðeins þrjár greinar, félagsfræði, mannfræði og stjórnmálafræði. Í dag eru greinarnar töluvert fleiri og til þess að tryggja að Félagsvísindasvið haldi áfram að vaxa og dafna verðum við öll að standa vörð um að fjármögnun Háskóla Íslands sé viðunandi og sanngjörn. Röskvuliðar á Félagsvísindasviði ætla að gera það og hvetjum við ykkur til að slást í hópinn með því kjósa Röskvu!


Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Félagsvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2023

11 views0 comments

Recent Posts

See All

Van­nýtt tæki­færi

Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til...

Hvað tökum við með okkur?

Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu....

Lán úr ó­láni

Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja...

Comments


bottom of page