top of page

Trúir þú á réttlæti?

Writer's picture: Guðni ThorlaciusGuðni Thorlacius

Skrásetningagjöldin hafa mikið verið í umræðunni upp á síðkastið, þá sér í lagi vegna beiðni rektora opinberu háskólanna til háskólamálaráðherra um heimild til hækkunar á skrásetningargjöldum úr 75.000 kr. í 95.000. Röskva leggst alfarið gegn hækkun á skrásetningargjaldinu og hefur barist fyrir lækkun eða afnámi þess. Við fengum það staðfest á síðastliðinni önn með úrskurði að háskólinn hafi ekki farið rétt að við útreikning og innheimtu á skrásetningargjöldum. Skrásetningargjaldið er þegar nokkuð íþyngjandi og íslenskir stúdentar bera langtum þyngstu byrðina á Norðurlöndum. Í Noregi eru sambærileg gjöld til staðar en þau nema í það mesta um 22.000 krónur, íslenskir stúdentar eru þannig í minnsta lagi að borga 340% hærri skrásetningargjöld en norskir stúdentar.


Í fyrstu bók Ríkisins eftir Platón lendir Sókrates á spjalli við harðan nagla að nafni Þrasýmakkos. Þrasýmakkos sækir hart að Sókratesi og segir að réttlæti sé ávallt það sem komi hinum sterka vel, skítt með allt sanngirnishjal! Erkiöðlingurinn Sókrates svarar þó fyrir sig og segir réttlæti aldrei geta verið neikvætt fyrirbæri sem eykur hag eins á kostnað annars, réttlæti hlýtur eðli sínu samkvæmt að vera sanngjarnt og því að bæta hag allra. Það kann að vera að hækkun skrásetningargjalda komi sér vel fyrir fjárhagsáætlanir háskólans en hagur einstakra stúdenta rýrist þess í stað, sér í lagi ef skrásetningargjaldinu er ekki ráðstafað á lögbundinn hátt. Það að hækka skrásetningargjaldið til að rétta úr fjárhagskútnum myndi þannig eflaust falla vel að geði Þrasýmakkosar! En er það hlutverk háskólans að gera það sem er fjárhagslega hentugt á kostnað stúdenta? Höldum því til haga að téð hækkun skrásetningargjalda myndi auka heildartekjur háskólans um 1% en þyngja greiðslubyrði stúdenta um 27%, það liggur augum uppi að hækkunin er ekki réttlát stúdentum.


Röskva berst fyrir jafnrétti allra til náms. Það er og hefur alltaf verið helsta baráttumál Röskvu. Við þurfum þitt umboð til að halda áfram að veita háskólayfirvöldum og stjórnvöldum aðhald. Trúir þú á réttlæti?


Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Hugvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2023.

15 views0 comments

Recent Posts

See All

Van­nýtt tæki­færi

Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til...

Hvað tökum við með okkur?

Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu....

Lán úr ó­láni

Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja...

Comments


bottom of page