top of page

UM FÉLAGATALIÐ

Endurnýjun félagatals skal fara fram minnst árlega, eftir kosningar til Stúdentaráðs. Endurnýjun félagatals skal vera lokið minnst viku fyrir aðalfund félagsins og aðeins þau sem skráð eru fyrir það hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Varaforseti annast félagatalið.

Til þess að geta skráð sig í félagatalið þarf að uppfylla a.m.k. eitt af þessum skilyrðum:

  • Viðkomandi sé skráður nemandi við Háskóla Íslands eða hefur gengt trúnaðarstarfi fyrir Röskvu.

  • Viðkomandi hafi tekið virkan þátt í starfi Röskvu.

  • Skráningarbeiðni hafi borist þess efnis til umsjónarmanns félagatals.

 

Komi upp vafi um skráningu í félagatalið hefur stjórn úrskurðarvald.

bottom of page