top of page

Í dag er kosið til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands

Aðalfulltrúar á félagsvísindasviði

Kjósum Röskvu á uglunni 20. og 21. mars.

1920_kri_oddi_150826.jpg

Málefnin

Starfsárið 2023-2024:

01

Hvað erum við búin að gera?

  • Tryggja að sjúkra- og endurtektarpróf vegna haustmisserisprófa verði í desember og janúar í stað maí

  • Koma á ókyngreindum salernum í Lögbergi

  • Tryggja að nemendur hafi aðgang að stofum til að læra í prófatíð

  • Koma því í gegn að boðið sé upp á ókeypis tíðarvörur fyrir nemendur Háskóla Íslands

03

Hvað ætlum við að gera?

  • Halda áfram að berjast fyrir eflingu grunnnáms í kynjafræði

  • Koma því á legg að allir kennarar sviðsins fái almennilega kennslu í nýtingu á Canvas og kynni sér síðuna kennari. hi.is

  • Vinna úr niðurstöðum vinnustofu Sviðsráðs og halda þeirri vinnu áfram

02

Hvað erum við að gera?

  • Tryggja aukið fjármagn til félagsvísinda við endurskoðun á reiknilíkani háskólanna

  • Þrýsta áfram á nútímalegri og fjölbreyttari kennsluaðferðir og námsmat, til dæmis með meiri áherslu á símat, nýstárlegri kennsluaðferðum eins og vendikennslu og aukinni endurgjöf frá kennurum

  • Halda áfram vinnu að bættu aðgengi að gömlum prófum í deildum sviðsins

  • Berjast fyrir betri aðbúnaði í Odda í samræmi við nýja rýmið í Gimli

  • Tryggja nemendafélögum aðstöðu til að sinna starfsemi sinni líkt og Mágus og Orator hafa aðgang að

  • Fara fram á að fleiri hópavinnurými verði tekin í notkun í húsnæði sviðsins og ræða mögulegar útfærslur á slíkum rýmum

  • Tala fyrir mikilvægi þverfræðilegs örnáms til diplómu fyrir fólk með þroskahömlun

Varafulltrúar á félagsvísindasviði

bottom of page