top of page

Stjórn Röskvu

Stjórn Röskvu hefur yfirumsjón með öllu innra starfi félagsins.

Valið er í stjórn Röskvu með lýðræðislegum kosningum á aðalfundi nokkrum vikum eftir kosningar til Stúdentaráðs. Öllum þeim sem eru skráð í félagatal Röskvu er heimilt að kjósa til stjórnar á aðalfundi.

Í stjórn Röskvu árið 2022-2023 eru eftirfarandi:

Forseti

Sindri Freyr Ásgeirsson

Forseti ber ábyrgð á starfi Röskvu. Forseti stýrir starfi stjórnar, fundum félagsins og úthlutar verkefnum. Forseti hefur sæti í málefnanefnd og kosningastjórn.
SÍMI: (+354) 615-6280

Ritari

Kristmundur Pétursson

Ritari skrifar og ber ábyrgð á fundargerðum og öðrum gögnum félagsins.

Alþjóðafulltrúi

Máni Þór Magnason

Alþjóðafulltrúi sér um að efla þáttöku erlendra stúdenta í starfinu og er rödd þeirra í hagsmunabaráttu. Alþjóðafulltrúi er forseti alþjóðanefndar.

Markaðsstýra

Hekla Kaðlín Smith

Markaðsstjóri sér um fjáraflanir samtakanna. Markaðsstjóri er forseti markaðsnefndar.

Skemmtanastýra

Dominika Ýr Teresudóttir

Skemmtanastýra sér um skemmtanir og viðburði félagsins. Skemmtanastýra er forseti skemmtinefndar.

Nýliðafulltrúi

Jóhannes Óli Sveinsson

Nýliðafulltrúar sinna tilfallandi og nýjum verkefnum. Nýliðafulltrúar sitja í nýliðunarnefnd.

Kosningastjóri

Kosningastjóri sér um undirbúning kosningabaráttu. Kosningastjóri situr í kosningastjórn.

Varaforseti

Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir

Varaforseti annast félagatal og heldur utan um mál nýliða innan hreyfingarinnar. Varaforseti er forseti nýliðunarnefndar.

 

Gjaldkeri

Ólöf Soffía Eðvarsdóttir

Gjaldkeri annast fjármál samtakanna, skal halda bókhald þeirra og gera ársreikning í lok starfsárs. Gjaldkeri hefur sæti í kosningastjórn Röskvu.

Kynningarstýra

Linda Rún Jónsdóttir

Kynningarstjóri ber ábyrgð á heimasíðu og samfélagsmiðlum samtakanna. Kynningarstjóri er forseti kynningarnefndar.

Ritstjóri

Magnús Orri Aðalsteinsson

Ritstýra hefur umsjón með málgagni samtakanna og öllu útgefnu efni. Að jafnaði eru gefin út tvö rit á ári: Haustblað Röskvu og Kosningarit Röskvu. Ritstýra er forseti ritstjórnar.

 

Meðstjórnandi

Telma Rut Bjargardóttir

Meðstjórnendur sinna tilfallandi og nýjum verkefnum.

Nýliðafulltrúi

Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir

Nýliðafulltrúar sinna tilfallandi og nýjum verkefnum. Nýliðafulltrúar sitja í nýliðunarnefnd.

Meistaranemafulltrúi

Meistaranemafulltrúi sér um að efla meistaranema í starfi Röskvu

Önnur embætti innan Röskvu

Oddviti

Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir

Oddviti er málsvari Stúdentaráðsliða Röskvu og tengiliður milli stjórnar og Stúdentaráðs. Oddviti er forseti málefnanefndar Röskvu, situr í kosningastjórn Röskvu, hefur áheyrnarrétt í stjórn Röskvu og stjórn Stúdentaráðs.
SÍMI: (+354) 869-0436

Skoðunarfulltrúi reikninga
Skoðunarfulltrúi reikninga
Varafulltrúi skoðunarfulltrúi reikninga
Fannar Þór Einarsson

Skoðunarfulltrúar reikninga skulu skoða og staðfesta ársreikninga Röskvu áður en þeir eru bornir upp á aðalfundi.

Egill Örn Richter

Skoðunarfulltrúar reikninga skulu skoða og staðfesta ársreikninga Röskvu áður en þeir eru bornir upp á aðalfundi.

María Sól Antonsdóttir

Skoðunarfulltrúar reikninga skulu skoða og staðfesta ársreikninga Röskvu áður en þeir eru bornir upp á aðalfundi.

bottom of page